Fjórir greindust með inn­­­­lent kórónu­veiru­­­­smit síðasta sólar­hringinn. Allir greindust á sýkla- og veiru­­­­fræði­­­­deild Land­­­­spítala en enginn greindist hjá Ís­­­­lenskri erfða­­­­greiningu. Þetta kemur fram í nýjum tölum á co­vid.is.

Alls eru nú 115 í ein­angrun á landinu, einum fleiri en á í gær en það er vegna þess að þrír losnuðu úr einangrun. Í sótt­kví eru 766 og fækkaði þeim um 73. Þannig losnuðu 108 úr sóttkví í gær á meðan 35 voru settir í sóttkví.

Alls voru 289 sýni tekin á sýkla- og veirufræðideild en 56 hjá Íslenskri erfðagreiningu.

Enginn greindist smitaður í skimun við landamærin í gær af þeim 3.105 sem sýni voru tekin úr. Þeir tveir sem beðið var eftir niðurstöðu mótefnamælingar frá síðan á mánudag reyndust þó vera með virkt smit og greindust því fimm með veiruna við landamærin á mánudag en ekki þrír eins og greint var frá í gær.

Útskrifaður af spítala

Tveir liggja nú á spítala og er annar þeirra á gjörgæslu. Einn útskrifaðist því af spítalanum í gær en þá var greint frá því að tveir lægju inni á Covid-göngudeild en einn á gjörgæslu.

Fréttin hefur verið uppfærð.