Fjórir greindust með inn­­lent kórónu­veiru­­smit síðasta sólar­hringinn. Tveir greindust á sýkla- og veiru­­fræði­­deild Land­­spítala og aðrir tveir hjá Ís­­lenskri erfða­­greiningu. Þetta kemur fram í nýjum tölum á co­vid.is.

Tvö smit til við­bótar greindust þá í landa­­mæra­skimun en beðið er eftir mót­efna­­mælingu frá þeim.

Alls fjölgaði því þeim sem eru í ein­angrun um sex frá því í gær og eru þeir nú 97. Í sótt­kví eru 795 og fjölgaði þeim um 49 frá því í gær.

Tóku fleiri sýni

Alls voru 2.979 sýni tekin á landinu öllu síðasta sólarhring; 498 hjá sýkla- og veiru­fræði­deild, 327 hjá Ís­lenskri erfða­greiningu og 2.154 í landa­mæra­skimun.

Á þriðjudag. greindust níu innanlandssmit, öll hjá sýkla- og veirufræðideild. Öllu færri smit voru þó tekin á landinu á þriðjudag eða alls 1.746. Öll smitin greindust þá hjá sýkla- og veirufræðideild sem tók þá 436 sýni.

Fréttin hefur verið uppfærð.