Að minnsta kosti fimm eru látin og fjöldi fólks er særður eftir áras boga­mannsins í Kongs­berg í Noregi síð­degis í dag.

Á­rásar­maðurinn er nú í haldið lög­reglunnar í D­rammen en ekki liggur fyrir hvað honum gekk til með á­rásunum.

Mikill við­búnaður er um allt land vegna málsins og stendur rann­sókn nú yfir.

Neyðar­hjálpar­stöð hefur verið sett upp í borginni en fólk hefur verið beðið að halda sig heima að því er fram kemur á vef norska ríkisútvarpsins.

Lögreglan í Noregi fékk fyrstu tilkynningu um árásina rétt eftir klukkan 18 í dag og náðist árásarmaðurinn rúmum hálftíma síðar.

Utanríkisráðuneytið hvetur Íslendinga sem staddir eru í borginni að láta aðstandendur vita af sér. Þeir geti einnig haft samband við neyðarnúmer borgaraþjónustu þarfnist þeir aðstoðar, í númer 354 545-0112.

Sendiráð Íslands fylgist vel með framvindu mála í Kongsberg.

Fréttin hefur verið uppfærð.