Fjórir einstaklingar greindust með veiruna innanlands í gær en af þeim voru tveir í sóttkví. Um er að ræða fjölgun milli daga en í fyrradag greindist aðeins einn með veiruna.
Sex manns greindust við landamæraskimun en af þeim voru tveir með virkt smit. Beðið er mótefnamælingar úr hinum sýnunum. Töluvert færri smit greindust í gær en daginn þar áður þegar fjórtán greindust með veiruna.
Rétt rúmlega 500 sýni voru tekin til greiningar innanlands í gær og svipaður fjöldi við landamærin. Alls eru nú 143 í einangrun með virkt smit, 177 í sóttkví, og 1.225 í skimunarsóttkví. Inniliggjandi á sjúkrahúsi eru nú nítján manns.
Farið verður yfir stöðu mála á upplýsingafundi almannavarna sem hefst núna klukkan 11.
Fréttin hefur verið uppfærð.