Fjögur ný innan­lands­smit greindust á landinu í gær. Enginn greindist utan sótt­kvíar. Fjór­tán greindust þá við landa­mærin í þeim tíu vélum sem komu til landsins í gær.

Þetta stað­festir Jóhann K. Jóhanns­son, sam­skipta­stjóri al­manna­varna, við Frétta­blaðið. Hann leggur þó á­herslu á að tölurnar séu bráða­birgða­tölur.

Lokað var í sýna­tökur á föstu­dag og því komu nokkuð fleiri í sýna­tökur í gær en á síðustu dögum. Óskar Reyk­dals­son, for­stjóri Heilsu­gæslu höfuð­borgar­svæðisins, segir að 1.165 sýni hafi verið tekin á Suður­lands­brautinni. Hann hefur ekki tölur yfir fjölda sýna annars staðar á landinu en gerir þá ráð fyrir að heildar­fjöldi þeirra á landinu öllu í gær hafi verið í kring um tvö þúsund sýni.

Bæði Jóhann og Óskar hljómuðu nokkuð já­kvæðir fyrir lágum fjölda smita, en það hafði jafn­vel verið óttast að fjöldinn yrði eitt­hvað meiri í dag en síðustu daga vegna þess að lokað var á sýna­töku­stöðum á ný­árs­dag og þeir sem hefðu greinst þá ættu því að hafa greinst í gær.