Fjögur voru flutt alvarlega slösuð með fyrri þyrlu Landhelgisgæslunnar rétt fyrir klukkan fjögur í dag. Búist er við því að þyrlan verði komin í bæinn eftir um það bil klukkustund og hafa sjúkraflutningamenn á höfuðborgarsvæðinu verið settir í viðbragðsstöðu vegna slyssins.
Seinni þyrla gæslunnar er enn á vettvangi og gert er ráð fyrir að hún flytji einn suður á slysadeild Landsspítalans bráðlega.
Harður árekstur
Lögreglunni á Suðurlandi barst tilkynning um bílslys á Suðurlandsvegi á Skeiðarársandi rétt fyrir klukkan tvö í dag. Tveir fólksbílar með níu farþega um borð höfðu skollið saman. Allir farþegar bílana eru erlendir ferðamenn.
Hópslysaáætlun var virkt fyrr í dag og voru fjórir úr greiningarsveit Landspítalans sendir á svæðið ásamt tveimur læknum, bráðatæknum slökkviliðsins og viðbragðsaðilum lögreglu.
Þjóðvegi 1 er lokað við Kirkjubæjarklaustur og svo austan við vettvang við Skaftafell. Ekki er vitað hvenær vegurinn opnar aftur en hált er og hvasst á vettvangi.