Fjögur voru flutt al­var­lega slösuð með fyrri þyrlu Land­helgis­gæslunnar rétt fyrir klukkan fjögur í dag. Búist er við því að þyrlan verði komin í bæinn eftir um það bil klukku­stund og hafa sjúkra­flutninga­menn á höfuð­borgar­svæðinu verið settir í við­bragðs­stöðu vegna slyssins.

Seinni þyrla gæslunnar er enn á vett­vangi og gert er ráð fyrir að hún flytji einn suður á slysa­deild Lands­spítalans bráð­lega.

Harður á­rekstur

Lög­reglunni á Suður­landi barst til­kynning um bíl­slys á Suður­lands­vegi á Skeiðar­ár­sandi rétt fyrir klukkan tvö í dag. Tveir fólks­bílar með níu far­þega um borð höfðu skollið saman. Allir farþegar bílana eru erlendir ferðamenn.

Hóp­slysa­á­ætlun var virkt fyrr í dag og voru fjórir úr greiningar­sveit Land­spítalans sendir á svæðið á­samt tveimur læknum, bráða­tæknum slökkvi­liðsins og við­bragðs­aðilum lög­reglu.

Þjóð­vegi 1 er lokað við Kirkju­bæjar­klaustur og svo austan við vett­vang við Skafta­fell. Ekki er vitað hve­nær vegurinn opnar aftur en hált er og hvasst á vett­vangi.