Tvær skotárásir voru framdar í moskum í Christchurch á Nýja-Sjálandi í nótt. 49 féllu í árásunum en tuttugu til viðbótar eru særðir.

Fjórir hafa verið handteknir, grunaðir um árásarnir, þrír karlar og ein kona. Lögreglan útilokar ekki að fleiri hafi haft aðild að ódæðunum. Árásarmönnunum hefur verið lýst sem hægri öfgamönnum.

Jacinda Ardern, forsætisráðherra Nýja-Sjálands, ávarpaði þjóðina í morgun. Hún sagði meðal annars að ekki væri hægt að kalla þetta neitt annað en hryðjuverkaárás. Enginn þeirra sem eru í haldi voru á lista yfir mögulega hryðjuverkamenn.

Fram kom í máli Ardern að sýnt hefði verið frá árásinni beint á netinu. Hryðjuverkamaður birti þar stefnuyfirlýsingu sína og sagðist vera að hefna fyrir innrás útlendinga í landið. Árásin hafi verið í undirbúningi í tvö ár. Á meðal þess sem lögregla hefur fundið eru bílar sem búið var að festa sprengjur við.

Öllum moskum í Christchurch hefur verið lokað þar til annað verður ákveðið. Um fordæmalausa árás er að ræða í landinu. 

Yfirvöld hafa ráðlagt öllum moskum í Christchurch að loka þar til annað hefur verið ákveðið enda sé um fordæmalausa árás að ræða. 

Fréttin hefur verið uppfærð.