Fjölmiðlum var vísað úr húsakynnum ríkissáttasemjara fyrir stuttu þar sem fundur fjögurra stéttarfélaga og SA stendur yfir. Fjölmiðlabann er í gildi, samkvæmt upplýsingum frá skrifstofu ríkissáttasemjara. 

Það var þungt yfir fundargestum á fundi sáttasemjara þegar fundurinn hófst klukkan tíu í morgun. 

Að öllu óbreyttu hefst sólarhrings verkfall rútubílstjóra og starfsmanna um fjörutíu hótela á höfuðborgarsvæðinu á miðnætti í kvöld. 

Sjá einnig: Efling kallar eftir því að bílstjórar standi saman óháð félagi

Deiluaðila greinir á um túlkun ákveðinna atriða í verkfallsboðuninni, en líkt og Fréttablaðið greindi frá í gær mun hópur rútubílstjóra mæta til vinnu á morgun þrátt fyrir verkfallsboðun. Það eru þeir rútubílsstjórar sem eru í öðrum stéttarfélögum en VR og Eflingu, sem boðað hafa til verkfalls á morgun.

Sjá einnig: Bíl­stjórar utan stéttar­fé­laga munu aka - þvert á full­yrðingar Eflingar

Efling túlkar hins vegar verkfallsboðunina á þann hátt að verkfallið nái til allra rútubílstjóra á félagasvæði Eflingar.

Samtök ferðaþjónustunnar óttast að verkfallsvörslu verði beitt of harkalega. 

Fréttin hefur verið uppfærð.