Innlent

Fjöldi fann fyrir snörpum jarð­skjálfta

Jarð­skjálfti af stærðinni 4,1 reið yfir 6,4 kíló­metra suður af Blá­fjalla­skála upp úr klukkan átta í kvöld. Ekki von á frekari skjálftum né merki um gos­ó­róa.

Fjöldi íbúa á höfuðborgarsvæðinu fundu fyrir skjálftanum. Ekki er að vænta fleiri skjálfta í bráð að sögn náttúrvársérfræðings. Fréttablaðið/Anton Brink

Jarðskjálfti af stærðinni 4,1 reið yfir rúmlega sex kílómetra suður af Bláfjallaskála upp úr klukkan átta í kvöld. Nokkrir minni eftirskjálftar fylgdu í kjölfarið. Náttúruvársérfræðingur segir að Veðurstofunni hafi borist fjöldi símtala vegna skjálftans en margir íbúar höfuðborgarsvæðisins fundu fyrir honum.

Sigríður Magnea Óskarsdóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofunni, segist í samtali við Fréttablaðið ekki búast við frekari skjálftum og segir að sá sem hafi riðið yfir hafi verið á þekktu skjálftasvæði. Sömuleiðis séu engin merki um gosóróa.

Fréttin hefur verið uppfærð með staðfestum og yfirförnum tölum.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Björgunarsveit

Björgunar­sveitir leita manns í Helga­felli

Innlent

Fær rúma milljón fyrir stjórnar­setu án þess að mæta

Heilbrigðismál

Eitt af hverjum 20 and­látum vegna á­fengis­drykkju

Auglýsing

Nýjast

Sýna þrjár björgunar­æfingar í beinni

„Af­gerandi“ vilja­yfir­lýsing um sam­göngu­á­ætlun

Talaðu við Bimmann

Styrkja rödd og réttindi barna með Barna­þingi og gagna­öflun

Skoskur bjór í hektó­lítra­tali: BrewDog opnað í Reykja­vík

GM hefur ekki gefist upp á fólksbílum

Auglýsing