Innlent

Fjöldi fann fyrir snörpum jarð­skjálfta

Jarð­skjálfti af stærðinni 4,1 reið yfir 6,4 kíló­metra suður af Blá­fjalla­skála upp úr klukkan átta í kvöld. Ekki von á frekari skjálftum né merki um gos­ó­róa.

Fjöldi íbúa á höfuðborgarsvæðinu fundu fyrir skjálftanum. Ekki er að vænta fleiri skjálfta í bráð að sögn náttúrvársérfræðings. Fréttablaðið/Anton Brink

Jarðskjálfti af stærðinni 4,1 reið yfir rúmlega sex kílómetra suður af Bláfjallaskála upp úr klukkan átta í kvöld. Nokkrir minni eftirskjálftar fylgdu í kjölfarið. Náttúruvársérfræðingur segir að Veðurstofunni hafi borist fjöldi símtala vegna skjálftans en margir íbúar höfuðborgarsvæðisins fundu fyrir honum.

Sigríður Magnea Óskarsdóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofunni, segist í samtali við Fréttablaðið ekki búast við frekari skjálftum og segir að sá sem hafi riðið yfir hafi verið á þekktu skjálftasvæði. Sömuleiðis séu engin merki um gosóróa.

Fréttin hefur verið uppfærð með staðfestum og yfirförnum tölum.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

Heiðraði minningu ömmu sinnar í Vancou­ver á hjartnæman hátt

Innlent

Fór illa út úr hruninu en vann 45 milljónir í vikunni

Innlent

Reyndi að borða flug­miðann sinn

Auglýsing

Nýjast

Angela Merkel gagn­rýnir ein­angrunar­hyggju Banda­ríkjanna

Fara fram á þungan dóm yfir fyrr­verandi kosninga­stjóra Trump

Á­rásar­maðurinn myrti fimm manns á vinnu­staðnum

Fínt vetrar­veður fram eftir degi en hvessir í kvöld

Leiðar­vísir að Kata­lóna­réttar­höldunum

Réðist á gesti og starfs­fólk

Auglýsing