Innlent

Fjöldi fann fyrir snörpum jarð­skjálfta

Jarð­skjálfti af stærðinni 4,1 reið yfir 6,4 kíló­metra suður af Blá­fjalla­skála upp úr klukkan átta í kvöld. Ekki von á frekari skjálftum né merki um gos­ó­róa.

Fjöldi íbúa á höfuðborgarsvæðinu fundu fyrir skjálftanum. Ekki er að vænta fleiri skjálfta í bráð að sögn náttúrvársérfræðings. Fréttablaðið/Anton Brink

Jarðskjálfti af stærðinni 4,1 reið yfir rúmlega sex kílómetra suður af Bláfjallaskála upp úr klukkan átta í kvöld. Nokkrir minni eftirskjálftar fylgdu í kjölfarið. Náttúruvársérfræðingur segir að Veðurstofunni hafi borist fjöldi símtala vegna skjálftans en margir íbúar höfuðborgarsvæðisins fundu fyrir honum.

Sigríður Magnea Óskarsdóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofunni, segist í samtali við Fréttablaðið ekki búast við frekari skjálftum og segir að sá sem hafi riðið yfir hafi verið á þekktu skjálftasvæði. Sömuleiðis séu engin merki um gosóróa.

Fréttin hefur verið uppfærð með staðfestum og yfirförnum tölum.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

„Ömur­legt“ að hafa þurft að láta konuna sofa inni á baði

Innlent

Kona á tí­ræðis­aldri látin sofa á salerni með kúa­­bjöllu

Dómsmál

Síðasta þriggja dómara málið

Auglýsing

Nýjast

ESB samþykkir drög að Brexit-samningi

Vann sinn sjötta BMW á 6 árum

Yfir­maður leyni­þjónustu rúss­neska hersins látinn

Í þessum löndum er bensínið ódýrast

Banda­ríkin sögð í­huga refsi­að­gerðir gegn Kúb­verjum

Hyundai Saga rafmagnsbíll í Sao Paulo

Auglýsing