Fjögurra bíla árekstur varð á Kringlumýrarbraut á sjötta tímanum í dag. 

Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu voru tveir sjúkabílar sendir á vettvang, en einn var fluttur á sjúkrahús vegna beinbrots. 

Annar árekstur varð stuttu áður á sömu götu. 

Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni er Kringlumýrarbrautin opin, en gætu verið tafir við brautina vegna slyssins.