Þing­menn stjórnar­and­stöðunnar voru allt annað en sáttir með mætingu ráð­herra ríkis­stjórnarinnar í ó­undir­búnar fyrir­spurnir á Al­þingi í dag.

Ás­laug Arna Sigur­björns­dóttir, vísinda-, iðnaðar- og ný­sköpunar­ráð­herra og Sigurður Ingi Jóhanns­son, Inn­viða­ráð­herra, voru þau einu sem mættu í þingið til að svara spurningum þingmanna.

Sig­mar Guð­mars­son, þing­maður Við­reisnar, tók fyrstur til máls og sagði mætinguna afa baglega.

„Ég vil vekja at­hygli þing­heims á því að þegar við förum hér til dag­skrár og dag­skrár­liðurinn heitir ó­undir­búnar fyrir­spurnir til ráð­herra þá er ekki verra að það séu ráð­herrar séu í salnum,“ sagði Sig­mar og benti á að að­eins tveir ráð­herrar af tólf hafi mætt.

„Mér finnst þetta baga­legt vegna þess að þetta er partur af upp­lýsinga­gjöf til þingsins og al­mennings. Þegar við erum með tólf ráð­herra í ríkis­stjórn hlýtur að vera hægt að gera kröfur um betri heimtur en að tveir ráð­herrar mæti,“ sagði Sig­mar.

Sigmar Guðmarsson tók fyrstur til máls og sagði mætinguna bagalega. Mynd úr safni.
Fréttablaðið/Ernir Eyjólfsson

Sigmar benti jafn­framt á að Co­vid-far­aldurinn sem ríður nú yfir hefur verið kallaður far­aldur barnanna og sagði það afar baga­legt að barna­mála­ráð­herra hafi ekki séð sér fært að mæta.

Birgir Ár­manns­son, for­seti Al­þingis, sagði að að­stæður hafi verið með þeim hætti í dag að ekki var hægt að verða við því að fleiri ráð­herrar mættu í ó­undir­búnar fyrir­spurnar að þessu sinni.

Þing­menn stjórnar­and­stöðunnar mættu hver að öðrum í pontu og létu ó­á­nægju sína í ljós. Birgir Ár­manns­son, for­seti Al­þingis, sagðist ætla koma at­huga­semdum þing­manna á fram­færi og bætti við að reynt hafi verið að fá fleiri til að mæta en það gekk ekki að þessu sinni.

Oddný G. Harðardóttir, sagði mætinguna óásættanlega.
Fréttablaðið/Ernir Eyjólfsson

Minnir á andrúmsloftið fyrir hrun

Odd­ný G. Harðar­dóttir, þing­maður Sam­fylkingarinnar, sagði þetta vera al­gjör­lega ó­á­sættan­legt.

„Þetta minnir mig á það and­rúms­loft sem var hér fyrir hrun þegar ráð­herraræðið var hér al­gjört og við erum að sigla inn í sama anda. Það má ekki gerast,“ sagði Odd­ný.

„Ráð­herrar starfa hér í um­boði þingsins og við eigum höfum skyldum að gegna hér í eftir­lits­hlut­verki með fram­kvæmdar­valdinu,“ bætti Odd­ný við.

Logi Einars­son, for­maður Sam­fylkingarinnar, stakk upp á því að setja skjái við sætin hjá ráð­herrum ríkis­stjórnarinnar og þannig væri hægt að eiga við þá orða­stað „hvort sem er úr skíða­brekkum eða af ströndinni.“

Logi Einarsson, þingmaður Samfylkingarinnar.
Fréttablaðið/Ernir Eyjólfsson