Í dag­bók lög­reglunnar á höfuð­borgar­svæðinu kemur fram að þeim barst til­kynning um fjár­svik í mið­borginni klukkan tuttugu mínútur yfir níu í gær­kvöldi. Segir að gerandi sé þekktur og málið í rann­sókn.

Lög­reglan hafði af­skipti af þó nokkrum ein­stak­lingum í annar­legu á­standi eða sem sýndu af­brigði­lega hegðun. Málin voru sum af­greidd á vett­vangi en í öðrum til­fellum var ein­stak­lingur keyrður heim eða í fanga­geymslu ef hann átti ekki hús að venda.

Til­kynnt var um týndan mann með Alz­heimer þegar klukkan var að ganga hálf fjögur í nótt. Maðurinn fannst skömmu síðar heill á húfi.

Einn öku­maður var stöðvaður fyrir að aka á 152 kíló­metrum á klukku­stund á vegi þar sem há­marks­hraði er átta­tíu. Þrír öku­menn fóru í blóð­sýna­töku vegna gruns um akstur undir á­hrifum fíkni­efna. Skráningar­merki tekin af einum bíl vegna ó­greiddra trygginga.