Bjarni Bene­dikts­­son, fjár­­mála­ráð­herra, segir fjár­­magn ekki hafa fylgt ný­­sam­þykktu laga­frum­­varpi um gjald­frjálsa sál­­fræði­­þjónustu. „Við af­­greiddum bara fyrri hlutann í gær, það er að segja, í sjálfu sér er heil­brigðis­ráð­herra þá heimilt, ef hann finnur peninga í þeim heildar­heimildum sem hann hefur, til þess að gera þennan samning,“ sagði fjár­­mála­ráð­herra í við­tali í Bítinu í morgun.

„Eitt er að veita ráð­herra heimild til að semja við sjúkra­­tryggingar en hann verður líka að hafa fjár­heimild til að gera það,” í­trekaði Bjarni.

Ríkis­­kassinn tómur

Laga­breytingin sem um ræðir hefur það mark­mið að al­­menn sál­­fræði­­þjónusta og önnur klínísk við­talsúr­ræði falli undir greiðslu­þátt­töku­­kerfi Sjúkra­­trygginga Ís­lands og verði þannig veitt á sömu for­­sendum og önnur heil­brigðis­­þjónusta.

„Ég held þetta hafi verið tíma­bært skref en vandi okkar í augna­blikinu er að við mættum hafa fleiri krónur í kassanum,“ sagði Bjarni. Hann vísaði til stöðunnar í efna­hags­­málunum og sagði fjár­­mögnunar­­spurninguna í raun stærri en hvaða heimildir ráð­herra hafi til að ganga til samninga. „Í augna­blikinu eigum við ekki fyrir öðrum út­­gjöldum.“

Frumvarpið er nú í höndum Svandísar Svavarsdóttur, heilbrigðismálaráðherra, að mati Þorgerðar og Bjarna.
Fréttablaðið/Ernir

Borgar sig marg­falt til baka

Þor­­gerður Katrín Gunnars­dóttur var við­­mælandi þáttarins fyrr í morgun en hún er fyrsti flutnings­­maður málsins. Hún sagðist hafa komist við þegar frum­­varpið var sam­þykkt í nótt enda mikið hjartans mál innan ríkis­­stjórnarinnar. „Maður alveg táraðist.“

Þor­­gerður sagði kostnað fyrir ríkis­­sjóð geta farið í allt að milljarð ár­­lega. „En á móti kemur að sam­­fé­lags­­legur sparnaður og beinn sparnaður innan kerfisins mun skila sér marg­falt til baka,“ bætti hún við. „Þetta er risa, risa skref, ríkis­­stjórnin er núna búin að segja að and­­leg veikindi séu jafn­­gild líkam­­legum veikindum í ís­­lensku sjúkra­­trygginga­­kerfi.“

Boltinn hjá heil­brigðis­ráð­herra

Að­­spurð um næstu skref sagði Þor­­gerður boltann vera hjá heil­brigðis­ráð­herra: „Nú fara ráðu­neytið og sjúkra­­tryggingar að vinna að því að gera þetta að­­gengi­­legt þannig að fólk átti sig á út á hvað þetta þetta gengur.“

Laga­breytingin tekur til þeirra sem orðnir eru á­tján ára og eldri en sál­­fræði­­þjónusta fyrir börn hefur þegar verið tryggð með lögum. Breytingin tekur að­eins til þjónustu sem veitt er af heil­brigðis­­starfs­manni en með því er tryggt að greiðslu­þátt­­taka ein­­skorðist við þjónustu sem veitt er af ein­stak­lingi sem starfar við heil­brigðis­­þjónustu og hefur hlotið leyfi land­­læknis til að nota starfs­heiti lög­­giltrar heil­brigðis­­stéttar svo sem sál­­fræðingar, fé­lags­ráð­gjafar, geð­­læknar og geð­hjúkrunar­­fræðingar.

Lögin taka gildi um næstu ára­­mót og nú er boltinn hjá heil­brigðis­ráð­herra en setja þarf reglu­gerð vegna breytingarinnar og gera samninga um þjónustuna.