Ein af til­lögum Bjarna Bene­dikts­sonar fjár­mála­ráð­herra, sem finna er í frum­varpi hans að efna­hags­að­gerðum til að mæta kórónu­veirufar­aldrinum, hefur mætt þó nokkurri gagn­rýni. Þar leggur ráð­herra til að fast­eigna­eig­endur fái endur­greiddan virðis­auka­skatt af ræstinga­þjónustu á meðan á far­aldrinum stendur. Í frum­varpinu stendur orð­rétt:

„Lagt [er] til að á tíma­bilinu 1. mars 2020 til og með 31. desember 2020 skuli endur­greiða eig­endum eða leigj­endum í­búðar­hús­næðis 100% þess virðis­auka­skatts sem þeir hafa greitt af vinnu manna vegna heimilis­að­stoðar eða reglu­legrar um­hirðu í­búðar­hús­næðis. Undir hug­takið heimilis­að­stoð fellur öll þjónusta sem veitt er innan sér­eignar í­búðar­hús­næðis, svo sem ræsting og önnur þrif innan sér­eignar.“

Tillagan þjóni eignafólki

Meðal þeirra sem gagn­rýna til­löguna er Jóhann Páll Jóhanns­son, blaða­maður á Stundinni, en það gerir hann í færslu á Face­book. Meðal þess sem Jóhann finnur að til­lögu fjár­mála­ráð­herra er að hún þjóni einkum eigna­fólki, sem geti nú fengið ræstinga­þjónustu og á enn betri kjörum en áður.

Þá bendir Jóhann einnig á að faðir og föður­bróðir fjár­mála­ráð­herra eigi eitt stærsta ræstingar­fyrir­tæki landsins, sem einnig ætti að njóta góðs af þessum að­gerðum. Fyrir­tækið sem um ræðir heitir Dagar og sam­kvæmt heima­síðu þess býður það meðal annars upp á sér­staka sótt­hreinsi­þjónustu vegna kóróna­far­aldursins.

Tekju­lægri hópar í einkar við­kvæmri stöðu

Jóhann setur einnig út á rök­stuðning frum­varpsins á þá leið að um­rædd að­gerð styðji við at­vinnu­þátt­töku tekju­lægri hópa.

„Spes að hvetja til at­vinnu­þátt­töku og reyna að etja tekju­lágu fólki út í að þrífa annarra manna heimili meðan heims­far­aldur gengur yfir Ís­land,“ skrifar Jóhann. Þvert á móti telur hann að mikið vanti upp á að­gerðir ríkis­stjórnarinnar til að tryggja af­komu tekju­lægri hópa sem sé í einkar við­kvæmri stöðu þessa dagana. Á meðan virðast flestar aðgerðir ríkisstjórnarinn beinast að fyrirtækjum í landinu.

„Það bólar enn ekkert á laga­breytingum eða stjórn­valds­að­gerðum til að tryggja af­komu­öryggi launa­fólks sem er í við­kvæmri stöðu eða sér­stakri á­hættu, t.d. vegna undir­liggjandi sjúkdóma, en hefur ekki verið skyldað í sótt­kví af heil­brigðis­yfir­völdum. Þannig virðist gert ráð fyrir að þessi hópur mæti á­fram til vinnu eða tefli at­vinnu­öryggi sínu í tví­sýnu,“ skrifar Jóhann.

Þrif á heimilum sam­ræmist varla til­mælum heil­brigðis­yfir­valda.

BSRB hefur einnig sett út á til­lögu frum­varpsins. Í um­sögn sem það sendi efna­hags- og við­skipta­nefnd Al­þingis segir meðal annars:

„BSRB styður þessa til­lögu ekki enda er rök­stuðningi á­bóta­vant. Ekki eru færð rök fyrir því að skortur á fjár­hags­legum hvata leiði til þess að hrein­læti á heimilum og í hús­fé­lögum sé á­bóta­vant. Þar að auki ríkir sam­komu­bann um þessar mundir og hvatt er til þess að fólk haldi sig sem mest heima við. Þrif á heimilum annarra sam­ræmast því vart til­mælum heil­brigðis­yfir­valda.

Þá eru rökin um að á­kvæðið „dragi svarta at­vinnu­starf­semi vegna veitingar þeirrar þjónustu sem um ræðir upp á yfir­borðið“ á­kaf­lega veik enda er virðis­auka­skattur að­eins hluti af þeim sköttum og gjöldum sem fylgja lög­legri at­vinnu­starf­semi. Þá mót­mælir banda­lagið því að þessi leið sé farin til að „styðja enn frekar við at­vinnu­þátt­töku, sér­stak­lega hjá tekju­lægri hópum“. Sömu at­huga­semdir eiga við um þessa til­lögu og til­löguna um fram­kvæmdir á heimilum hér að ofan.“

Frum­varpið má nálgast hér á vef Al­þingis.