Sigríður Dögg Auðnsdóttir, formaður Blaðamannafélags Íslands, hefur svarað Bjarna Benediktssyni, efnahags- og fjármálaráðherra, vegna skrifa hans um rannsókn lögreglunnar á Norðurlandi eysta á fjórum blaðamönnum. Hún segir að skrif Bjarna innihaldi alvarlegar rangfærslur, en segir að mögulega sé það skiljanlegt, þar sem að það geti verið erfitt að trúa því að blaðamenn hafi verið boðaðir til yfirheyrslu vegna fréttaskrifa.

Í gær birti Bjarni færslu á Facebook þar sem hann svarði grein Þórðar Snæs Júlíussonar, ritstjóra Kjarnans, þar sem hann sagði að orð sem Bjarni hafði áður látið falla um rannsókn lögreglunnar. Hann sagði að ummæli ráðherrans væru fordæmalaus og grafalvarleg, enda væri hann valdamikill stjórnmálamaður að skipta sér að lögreglurannsókn.

Bjarni svaraði því með því að halda því fram að hann væri hvorki í liði með lögreglunni, né blaðamönnum, heldur væri hann í liði með lögunum. Hann kallaði skrif Þórðar „furðuskrif“

Skrif Bjarna innihaldi alvarlegar rangfærslur

„Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra reiðir enn til höggs gegn blaðamönnum í færslu á Facebook-síðu sinni í gær.“ segir Sigríður Döggí yfirlýsingu á vefsíðu Blaðamannafélagsins. „Mér þykir miður að þurfa að standa í ritdeilum við formann stærsta stjórnmálaflokks landsins, en lít á það sem skyldu mína að standa vörð um rétt blaðamanna til þess að vinna vinnu sína í þágu almennings, en ekki síður að leiðrétta alvarlegar rangfærslur í fullyrðingum Bjarna.“

Í færslu sinni vísaði Bjarni til ályktunar ályktun blaðamanna og fréttamanna frá því í febrúar og hélt því fram að málfluttningur hennar hefði byggt á getgátum. Sigríður segir það vera rangt.

„Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Bjarni heldur því ranglega fram að gagnrýni Blaðamannafélagsins á ákvörðun lögreglu að kalla fjóra blaðamenn til yfirheyrslu sé byggð á röngum forsendum.“ segir hún og bætir við: „Það sem blaðamenn vissu á því stigi máls var byggt á upplýsingum frá lögreglu og staðfest í yfirheyrslum yfir fjórmenningunum,“

„Þeir lýsa því báðir að yfirheyrsla lögreglu hafi einvörðungu snúist um að afla upplýsinga um heimildarmenn, umfjöllunarefni fréttanna, og fréttamat blaðamannanna og þeirra ritstjórna sem þeir starfa á. Með öðrum orðum: Þeir voru - þótt Bjarni neiti að trúa því - færðir til yfirheyrslu fyrir það eitt að vinna vinnuna sína.“ skrifar Sigríður.

„Skaðlegt að kalla blaðamenn til yfirheyrslu“

Þá segir hún að mögulega sé ekki svo skrýtið að Bjarni vilji ekki trúa því að ástæða yfirheyrslanna yfir blaðamönnunum sé sú að þeir hafi unnið vinnuna sína. „Því auðvitað er það fráleitt. Slíkt þekkist ekki í þeim lýðræðisríkjum sem við viljum bera okkur saman við, þar sem litið er á vernd heimildarmanna sem hornstein fjölmiðlafrelsis, og þar með lýðræðisins.“ segir í yfirlýsingunni.

Sigríður bendir þá á að telji einhver á sér brotið í þeim fréttum eru til rannsóknar, sé sjálfsagt að dómstólar skeri úr um lögmæti þeirra, en segir skaðlegt að boða blaðamennina í yfirheyrslu, heldur sé hægt að skoða sjálfar fréttirnar. „Til þess að skera úr um það er einfaldlega hægt að meta fréttirnar sjálfar - og óþarfi - og beinlínis skaðlegt, líkt og Evrópuráðið hefur meðal annars bent á - að kalla blaðamenn til yfirheyrslu, hvað þá að veita þeim stöðu sakbornings fyrir að vinna vinnuna sína - sem er að gæta hagsmuna almennings og veita stjórnmálamönnum og stórfyrirtækjum aðhald.“ segir hún.

Í lok yfirlýsingar sinnar segir Sigríður að á undanförnum mánuðum hafi komið skýrt í ljós mikilvægi blaðamannastéttarinnar, þegar stjórnvöld í ólýðræðislegum löndum leggi stein í götu frjálsra fjölmiðla og ofsæki blaðamenn. „Íslenskir stjórnmálamenn standa ekki fyrir utan þessi átök. Ég vona að þeir beri gæfu til að standa með blaðamönnum þjóðarinnar í baráttunni fyrir fjölmiðlafrelsi, tjáningarfrelsi og lýðræði.“ segir Sigríður að lokum.

Í lok yfirlýsingar sinnar segir Sigríður að á undanförnum mánuðum hafi komið skýrt í ljós mikilvægi blaðamannastéttarinnar, þegar stjórnvöld í ólýðræðislegum löndum leggi stein í götu frjálsra fjölmiðla og ofsæki blaðamenn. „Íslenskir stjórnmálamenn standa ekki fyrir utan þessi átök. Ég vona að þeir beri gæfu til að standa með blaðamönnum þjóðarinnar í baráttunni fyrir fjölmiðlafrelsi, tjáningarfrelsi og lýðræði.“ segir Sigríður að lokum.