Fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar sem nær til áranna 2023 til 2027 var samþykkt á Alþingi fyrr í dag. Þrjátíu og fimm greiddu atkvæði með henni gegn tólf. Ellefu þingmenn sátu hjá og fimm voru fjarverandi.
Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, sagði að það væri bjart framundan þegar skoðað væri áætlunina. Hann sagði breytingartillögur á áætluninni vera gerðar til þess að sporna við áhrifum verðbólgunnar.
Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingarinnar, sagði fjármálaáætluninna vera gamaldags. Hann sagðist ætla að ýta fast á rauða takkann, en hann kaus gegn áætluninni. Hann sagðist ætla ýta fast á rauða takkann.
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, sagðist ríkisstjórnina hafa ákveðið í byrjun kjörtímabils að safna skuldum og skilja vandann eftir fyrir næstu ríkisstjórn. Hún sagðist ekki muna eftir svona vinnubrögðum.