Fjár­mála­á­ætlun ríkis­stjórnarinnar sem nær til áranna 2023 til 2027 var sam­þykkt á Al­þingi fyrr í dag. Þrjá­tíu og fimm greiddu at­kvæði með henni gegn tólf. Ellefu þing­menn sátu hjá og fimm voru fjar­verandi.

Bjarni Bene­dikts­son, fjár­mála­ráð­herra, sagði að það væri bjart fram­undan þegar skoðað væri á­ætlunina. Hann sagði breytingar­til­lögur á á­ætluninni vera gerðar til þess að sporna við á­hrifum verð­bólgunnar.

Jóhann Páll Jóhanns­son, þing­maður Sam­fylkingarinnar, sagði fjár­mála­á­ætluninna vera gamal­dags. Hann sagðist ætla að ýta fast á rauða takkann, en hann kaus gegn á­ætluninni. Hann sagðist ætla ýta fast á rauða takkann.

Þor­gerður Katrín Gunnars­dóttir, for­maður Við­reisnar, sagðist ríkis­stjórnina hafa á­kveðið í byrjun kjör­tíma­bils að safna skuldum og skilja vandann eftir fyrir næstu ríkis­stjórn. Hún sagðist ekki muna eftir svona vinnu­brögðum.