Innlent

Fjár­lög ríkis­stjórnarinnar fyrir næsta ár sam­þykkt

Fjár­lög ríkis­stjórnar Sjálf­stæðis­flokks, Vinstri grænna og Fram­sóknar fyrir næsta vor voru sam­þykkt á Al­þingi seinni partinn í dag.

Fjárlög fyrir árið 2019 voru samþykkt á þingi í dag. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari

Fjárlög ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks, Vinstri grænna og Framsóknar fyrir næsta vor voru samþykkt á Alþingi seinni partinn í dag. Alls greiddu 32 atkvæði með fjárlögunum, þrír gegn þeim og 21 greiddi ekki atkvæði.

Þriðju og síðustu umræðu um frumvarpið lauk stuttu fyrir hádegi í dag. Inga Sæland, Guðmundur Ingi Kristinsson úr Flokki fólksins og Þorsteinn Sæmundsson úr Miðflokki greiddu atkvæði gegn frumvarpinu.

„Staða rík­is­sjóðs hef­ur í raun aldrei verið betri,“ sagði Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra við atkvæðagreiðsluna í dag.

Formenn stjórnarandstöðuflokkanna mótmæltu fjárlögunum. Logi Einarsson úr Samfylkingunni sagði að „alvöru félagshyggjustjórn“ hefði ráðist í þann vanda að huga að misskiptingu í landinu með því að deila gæðunum með öðrum hætti. 

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson úr Miðflokki segir að um sé að ræða fjárlög án fyrirheits sem sýni að „þessi ríkisstjórn snýst eingöngu um það sem menn segja en ekki um það sem menn gera“.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

Vísa á­­sökunum til föður­húsa: Yfir­gáfu „súra pulsu­partíið“ fljótt

Innlent

Sækja slasaða göngukonu í Reykjadal

Innlent

Vara við suð­austan­hríð og stormi á morgun

Auglýsing

Nýjast

Ávarpar frönsku þjóðina annað kvöld

Ákærð fyrir að klippa hár nemanda með valdi

Þúsundir mótmæltu „Brexit-svikum“ og fasisma

Vill fresta afgreiðslu sam­göngu­á­ætlunar fram yfir jól

Mótmælin stórslys fyrir verslun og efnahag

Öryggi ekki tryggt á yfirfullum bráðadeildum

Auglýsing