Innlent

Fjár­lög ríkis­stjórnarinnar fyrir næsta ár sam­þykkt

Fjár­lög ríkis­stjórnar Sjálf­stæðis­flokks, Vinstri grænna og Fram­sóknar fyrir næsta vor voru sam­þykkt á Al­þingi seinni partinn í dag.

Fjárlög fyrir árið 2019 voru samþykkt á þingi í dag. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari

Fjárlög ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks, Vinstri grænna og Framsóknar fyrir næsta vor voru samþykkt á Alþingi seinni partinn í dag. Alls greiddu 32 atkvæði með fjárlögunum, þrír gegn þeim og 21 greiddi ekki atkvæði.

Þriðju og síðustu umræðu um frumvarpið lauk stuttu fyrir hádegi í dag. Inga Sæland, Guðmundur Ingi Kristinsson úr Flokki fólksins og Þorsteinn Sæmundsson úr Miðflokki greiddu atkvæði gegn frumvarpinu.

„Staða rík­is­sjóðs hef­ur í raun aldrei verið betri,“ sagði Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra við atkvæðagreiðsluna í dag.

Formenn stjórnarandstöðuflokkanna mótmæltu fjárlögunum. Logi Einarsson úr Samfylkingunni sagði að „alvöru félagshyggjustjórn“ hefði ráðist í þann vanda að huga að misskiptingu í landinu með því að deila gæðunum með öðrum hætti. 

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson úr Miðflokki segir að um sé að ræða fjárlög án fyrirheits sem sýni að „þessi ríkisstjórn snýst eingöngu um það sem menn segja en ekki um það sem menn gera“.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Björgun

Þyrlan sótti göngu­menn upp á Tungna­fells­jökul

Hvalveiðar

Fjallað um fyrir­hugaðar hval­veiðar í er­lendum miðlum

Umhverfismál

Plok­kver­tíðin að hefjast hjá Atla

Auglýsing

Nýjast

Maduro slítur stjórn­mála­sam­bandi við Kólumbíu

Milljón dollara trygging fyrir R. Kel­ly

Her­togaynjan hótar lög­sóknum

Tólf ára blaða­kona lét lög­reglu­mann heyra það

Segja RÚV upp­hefja eigin verk á kostnað fag­manna

Leit lokið í dag: „Mikill sam­hugur á Ír­landi“

Auglýsing