Alþingi

„Svik við öryrkja og eldri borgara“

Fjárlög næsta árs voru samþykkt á Alþingi í gær. Ekki voru allir á eitt sáttir.

Ungt fólk og millistéttin er skilin eftir í fjárlagafrumvarpinu, að mati Oddnýjar Harðardóttur. Fréttablaðið/ Sigtryggur Ari

Þessi fjárlög eru svik við öryrkja og eldri borgara. Ungt fólk og millistéttin eru líka skilin eftir,“ sagði Oddný G. Harðardóttir, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, á Alþingi í gær þegar fjárlög næsta árs voru afgreidd.

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, sagði hins vegar að við samþykkt fjárlaganna blasti við góð staða. „Staða ríkissjóðs hefur í raun aldrei verið betri, landsframleiðslan aldrei mælst hærri.“ Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra tók í sama streng og talaði um sóknarfjárlög.

Meðal þess sem þingmenn stjórnarandstöðunnar gagnrýndu var lækkun veiðigjalda á sama tíma og verið væri að skera niður í velferðarkerfinu. „Þar opinberar ríkisstjórnin sérhagsmunagæslu sína vel,“ sagði Þorsteinn Víglundsson þingmaður Viðreisnar.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Alþingi

Forseti Alþingis sáttur við haustþingið

Alþingi

Flokkur fólksins fær þrjá að­stoðar­menn

Alþingi

Brýn löggjöf fyrir orðspor landsins

Auglýsing

Nýjast

Benedikt: Jóla­guð­spjall orku­mála­stjóra messu virði

Breytir Volkswagen I.D. rafbíla-markaðnum?

Hættir sem prófessor í HÍ í kjölfar áreitni

Jaguar I-Pace fékk 5 stjörnur

Ökumaður reyndi að hlaupa lögreglu af sér

Þúsundir hermanna í viðbragðsstöðu vegna Brexit

Auglýsing