Færsla Bjarna Frí­manns Bjarna­sonar, þar sem hann sakaði Árna Heimi Ingólfs­son um að hafa brotið á sér kyn­ferðis­lega, var fjar­lægð af Face­book.

Í færslunni sakaði Bjarni Frí­mann fyrr­verandi tón­listar­stjóra Sin­fóníu­hljóm­sveitar Ís­lands, Árna Heimi, um kyn­ferðis­brot. Bjarni Frí­mann sagði Árna Heimi hafa brotið á sér þegar hann var 17 ára en Árni Heimir 35 ára.

Á fimmtu­daginn steig Árni Heimir fram og baðst af­sökunar á „ó­sæmi­legri hegðun“ sinni. Í færslu sem hann birti segist hann hafa verið í mikilli sjálfs­vinnu síðustu tvö árin. „Þegar mér varð ljóst að ég hefði farið yfir mörk annarra án þess að gera mér grein fyrir því var aug­ljóst í mínum huga að ég þyrfti að taka sjálfan mig í gegn,“ skrifar hann. „Það hefur sannar­lega ekki verið auð­velt.“

Hefur krafið Face­book frekari skýringa

„Um leið og ég þakka ykkur fyrir miklar undir­tektir og stuðning við færsluna mína um sam­skipti mín og Sin­fóníu­hljóm­sveitarinnar vil ég láta vita að stjórn­endur Face­book hafa gert sér lítið fyrir og fjar­lægt færsluna.“

„Ekki bara af minni síðu heldur líka hjá öllum sem deildu henni. Skýringin sem Face­book gaf mér var að efnið hafi verið tekið út vegna þess að færslan „viola­tes community standards.“,“ segir hann.

„Ég hef að sjálf­sögðu krafið Face­book frekari skýringa og reynt að gera færsluna aftur að­gengi­lega án árangurs,“ segir Bjarni Frí­mann en færslan hans hafði vakið mikla at­hygli á sam­fé­lags­miðlum og fengið fjölda deilinga.