Í dag verður tekið fyrir meiðyrðamál Jóns Baldvins Hannibalssonar gegn dóttur sinni Aldísi Schram, þáttarstjórnandanum Sigmari Guðmundssyni og RÚV.

Er það fyrir ummæli sem látin voru falla í Morgunútvarpinu á Rás 2 þann 17. janúar á síðasta ári.

Jón Baldvin krefst þess að 14 ummæli verði dæmd dauð og ómerk, tíu hjá Aldísi og fern hjá Sigmari en til vara hjá Aldísi.

Einnig er krafa um birtingu afsökunarbeiðni en RÚV hefur hafnað kröfunum.

Gunnar Ingi Jóhannsson, lögmaður Aldísar, segir engar sáttaumleitanir hafa átt sér stað. Fjárkrafa er gerð á Sigmar en ekki á Aldísi.

Jón Baldvin vildi ekki tjá sig við Fréttablaðið að svo stöddu.