Fjárheimildir til Embættis forseta Íslands lækka um tæpar 26 milljónir króna milli ára samkvæmt fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar. Alls fær embættið 345 milljónir króna í fjárheimildir á næsta ári að frátöldum almennum launa- og verðlagsbreytingum en þær nema 7,7 milljónir króna.

Fjárheimild til embættisins lækkar um 32 milljónir króna vegna tímabundinna fjárfestingar- og viðhaldsverkefna sem nú er að mestu lokið.

Fjárheimildin er þó aukin tímabundið í eitt ár um 12,5 milljónir króna vegna forsetaritaraskipta.