Fé­lag at­vinnu­rek­enda, Frum­tök og Sam­tök verslunar og þjónustu hafa sent sam­eigin­lega um­sögn um fram­lag til lyfja­mála við frum­varp til fjár­laga 2022. Þar lýsa þau á­hyggjum af van­á­ætluðum út­gjöldum til lyfja í fjár­mála­á­ætlun og fjár­lögum.

Land­spítali hefur einnig sent inn um­sögn um fjár­laga­frum­varpið. Þar segir að ef fram fer sem horfir vantar tvo milljarða króna upp á fjár­veitingar til Land­spítala fyrir leyfis­skyld lyf árið 2022.

Sjúkra­tryggingar Ís­lands birtu í nóvember saman­tekt þar sem fram kom að hún gerði ráð fyrir að kostnaður vegna al­mennra lyfja á þessu ári yrði 14,676 milljarðar króna en sam­kvæmt frum­mati stofnunarinnar var gert ráð fyrir að hann yrði 14,394 milljarðar. Fjár­heimild á fjár­lögum þessa árs til al­mennra lyfja­kaupa var 11,854 milljarðar.

Margra milljarða mis­munur

Mis­munurinn er því 2,54 milljarðar vegna al­mennra lyfja og því, að við­bættum mis­muni vegna kaupa á leyfis­skyldum lyfjum, um 5,5 milljarðar.

„Ein af­leiðing af í­trekaðri van­á­ætlun er að stjórn­völd grípi reglu­bundið til van­hugsaðra niður­skurðar­að­gerða sem stefna bein­línis lyfja­öryggi og þar með öryggi sjúk­linga í hættu. Til­raun til slíks átti sér ein­mitt stað í desember í fyrra en var af­stýrt eftir að m.a. undir­rituð sam­tök bentu á al­var­legar af­leiðingar reglu­gerðar­draga, sem þá­verandi heil­brigðis­ráð­herra setti fram til að keyra niður lyfja­kostnað“, segir í um­sögn sam­takanna þriggja sem hafa átt í við­ræðum við heil­brigðis­ráðu­neytið um leiðir til að lækka kostnað við rekstur heil­brigðis­kerfisins, meðal annars með því að lyfja­verð­stefna stjórn­valda tryggi að ný hag­kvæm lyf með bætta virkni fáist skráð hér­lendis.

„Þeirri vinnu er langt í frá lokið. Sam­tökin telja að við van­á­ætlun lyfja­út­­gjalda þurfi fjár­laga­­nefnd að bregðast og auka þurfi fram­lög vegna al­­mennra lyfja til sam­ræmis við mat Sjúkra­­trygginga Ís­lands. Að öðrum kosti er fyrir­­­sjáan­­legt að kostnaður vegna liðarins mun fara langt fram úr fjár­­fram­lögum, með ó­­æski­­legum af­­leiðingum eins og að framan er lýst“, segir enn fremur í um­sögn sam­takanna.