Innlent

Fram­lög hækka til trú­mála en lækka til um­hverfis­mála

Fjáraukalög fyrir árið 2018 voru samþykkt á dögunum.

Fjáraukalögin voru samþykkt á þriðjudaginn í síðustu viku. Fréttablaðið/Anton Brink

Samkvæmt fjáraukalögum, sem samþykkt þann 14. desember síðastliðinn, hækka rekstrarframlög til Þjóðkirkjunnar um 857 milljónir. Fjárfestingarframlög til umhverfismála lækka mest.

Alls hækka fjárheimildir til trúar- og dómsmála um ríflega 1,3 milljarða króna. Einkum fer hækkunin til trúmála, fjölskyldumála og útlendingamála. Útlendingastofnun fær heildarhækkun á fjárframlögum um tæpar 530 milljónir króna og eins og áður segir fær Þjóðkirkjan hækkun um tæpar 860 milljónir. Þá eru framlög til fæðingarorlofs hækkuð um tæpan milljarð.

Þá hækka framlög til samgöngumála um 569 milljónir, til fjölmiðla um 222 milljónir.

Sérhæfð sjúkrahúsþjónusta hækkar um 124 milljónir. Framlög til heilsugæslu, sjúkra-, iðju- og talþjálfun og sjúkraflutningar hækka öll samanlagt um 750 milljónir, en skorið er niður til sérfræðiþjónustu og hjúkrunar um 381,1 milljón.

Einkum er skorið niður í tveimur heildarliðum, umhverfismálum og málefnum framhaldsskóla. Framhaldsskólastigið fer á mis við 9 milljónir í fjáraukalögum, og framlög til umhverfismála lækka um 52 milljónir. Framlög til meðhöndlun úrgangs hækka um 80 milljónir, en fjárfestingar til varna gegn náttúruvá lækka um 132 milljónir.

Hér má kynna sér fjáraukalagafrumvarpið.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

70 missa vinnuna fyrir árslok

Innlent

Tunglið verður almyrkvað í nótt

Innlent

Stormur á Suðvesturlandi í kvöld

Auglýsing

Nýjast

Drottningin og prinsinn beltislaus undir stýri

Stökk út um glugga undan eldtungum: Tveir látnir

Hálka á öllum stofn­brautum á höfuð­borgar­svæðinu

„Allar fangageymslur fullar eftir nóttina“

Mála­miðlunar­til­lögum Trumps hafnað af Demó­krötum

Enginn afsláttur fyrir prinsinn

Auglýsing