Innlent

Fram­lög hækka til trú­mála en lækka til um­hverfis­mála

Fjáraukalög fyrir árið 2018 voru samþykkt á dögunum.

Fjáraukalögin voru samþykkt á þriðjudaginn í síðustu viku. Fréttablaðið/Anton Brink

Samkvæmt fjáraukalögum, sem samþykkt þann 14. desember síðastliðinn, hækka rekstrarframlög til Þjóðkirkjunnar um 857 milljónir. Fjárfestingarframlög til umhverfismála lækka mest.

Alls hækka fjárheimildir til trúar- og dómsmála um ríflega 1,3 milljarða króna. Einkum fer hækkunin til trúmála, fjölskyldumála og útlendingamála. Útlendingastofnun fær heildarhækkun á fjárframlögum um tæpar 530 milljónir króna og eins og áður segir fær Þjóðkirkjan hækkun um tæpar 860 milljónir. Þá eru framlög til fæðingarorlofs hækkuð um tæpan milljarð.

Þá hækka framlög til samgöngumála um 569 milljónir, til fjölmiðla um 222 milljónir.

Sérhæfð sjúkrahúsþjónusta hækkar um 124 milljónir. Framlög til heilsugæslu, sjúkra-, iðju- og talþjálfun og sjúkraflutningar hækka öll samanlagt um 750 milljónir, en skorið er niður til sérfræðiþjónustu og hjúkrunar um 381,1 milljón.

Einkum er skorið niður í tveimur heildarliðum, umhverfismálum og málefnum framhaldsskóla. Framhaldsskólastigið fer á mis við 9 milljónir í fjáraukalögum, og framlög til umhverfismála lækka um 52 milljónir. Framlög til meðhöndlun úrgangs hækka um 80 milljónir, en fjárfestingar til varna gegn náttúruvá lækka um 132 milljónir.

Hér má kynna sér fjáraukalagafrumvarpið.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Kjaramál

Margar til­kynningar um verk­falls­brot

Geimvísindi

Vísindamenn varpa ljósi á tilurð Ryugu

Útlendingamál

Stoltir af nem­endum sem stóðu með Za­inab

Auglýsing

Nýjast

Dómurinn leggur línur um heimildavernd blaðamanna

Minntust fórnar­lambanna í Utrecht

Björgunarsveitir hafa sinnt tugum verkefna

Vilja hamingju­samari fugla, aðra yl­strönd og mat­höll í Mjódd

Samið við 23 sveitar­fé­lög um styrki til ljós­leiðara­væðingar

Tjónið mikið en ekkert mál að þrífa klósettin

Auglýsing