Sam­göngu­sátt­máli um upp­byggingu á sam­göngu­inn­viðum og al­mennings­sam­göngum á höfuð­borgar­svæðinu var undir­ritaður á blaða­manna­fundi í dag. Mark­mið sam­komu­lagsins er að auka öryggi, bæta sam­göngur og draga úr mengun en þetta kemur fram í fréttatilkynningu á vef Reykjavíkurborgar.

„Til þess að ná lofts­lags­mark­miðum okkar verðum við að styðja við breyttar ferða­venjur og gera það að raun­hæfum val­mögu­leika fyrir fólk að geta nýtt sér al­mennings­sam­göngur og fjöl­breytta ferða­máta,“ sagði Katrín Jakobs­dóttir, for­sætis­ráð­herra, og segist á­nægð með á­herslur sam­komu­lagsins

For­sætis­ráð­herra, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, sam­göngu- og sveitar­stjórnar­ráð­herra skrifuðu undir sam­komu­lagið á­samt bæjar­stjórum Reykja­víkur, Garða­bæjar, Hafnar­fjarðar, Kópa­vogs, Mos­fells­bæjar og Sel­tjarnar­ness en sam­komu­lagið nær til fimm­tán ára.

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segist vera ánægð með áherslur samkomulagsins.
Mynd/Reykjavíkurborg

Tæki fimm­tíu ár að ó­breyttum fram­kvæmda­hraða

Um er að ræða fjár­festingu upp á 120 milljarða króna á næstu fimm­tán árum en að ó­breyttum fram­kvæmda­hraða tækju úr­bæturnar allt að fimm­tíu ár. Ríkið leggur fram 45 milljarða og sveitar­fé­lögin fimm­tán milljarða.

Sér­stök fjár­mögnun upp að sex­tíu milljörðum verður tryggð við endur­skoðun gjalda af öku­tækjum og um­ferð í tengslum við orku­skipti eða með beinum fram­lögum við sölu á eignum ríkisins.

Sigurður Ingi Jóhannson, samgöngu og sveitarstjórnarráðherra, segir öflugri samgöngur séu hluti af sterkara samfélagi.
Fréttablaðið/Valgarður Gíslason

Treysta frekar á gjöld af um­ferð

Endur­skoðun stendur nú yfir á tekju­stofnum ríkisins þar sem gjald­töku verður breytt með þeim hætti að treyst verður í ríkari mæli á gjöld af um­ferð í stað bensín- og olíu­gjalda.

Á tíma­bilinu verða 52,2 milljarðar lagðir í stofn­vegi, 49,6 milljarðar í inn­viði Borgar­línu og al­mennings­sam­göngur, 8,2 milljarðar í göngu- og hjóla­stíga, göngu­brýr og undir­göng og 7,2 milljarðar í bætta um­ferðar­stýringu og sér­tækar öryggis­að­gerðir.