Bandaríski fjallaskíðamaðurinn sem hrapaði ofarlega í fjalllendi á Tröllaskaga í gærdag gekkst undir aðgerð á Landspítalanum í morgun og er nú kominn í hjarta- og lungnavél og heilsast eftir atvikum þokkalega.

Maðurinn, sem er tuttugu og tveggja ára að aldri, margbrotnaði við fallið og hlaut auk þess innvortis áverka, en óttast var um líf hans þegar björgunarmenn náðu loks til hans í gærdag við erfiðar aðstæður.

Talsvert hefur verið um slys á erlendum ferðamönnum við aðstæður sem þessar á undanförnum mánuðum.