Bandaríska Hollywoodstjarnan Ezra Miller, sem er hvað þekktast fyrir að leika ofurhetjuna the Flash og fyrir hlutverk sitt í Fantastic Beasts-seríunni, málaði bæinn rauðann er hán hélt sig í Reykjavík árið 2020. Nú hafa fleiri mál tengd Miller komið á yfirborðið er varða meinta ofbeldishegðun háns.

Tímaritið Variety fjallar nú um mál Miller, og ryfjar sérstaklega upp atvikin á Íslandi. Rætt er við Carlos Reyni sem starfaði sem barþjónn á Prikinu þegar Miller var fastagestur á staðnum.

„Ef hán var ekki að kveikja á reykelsi eða kertum, eða koma með eigin hátalara til að spila hærri tónlist en í okkar hátölurum, þá var það eitthvað annað. Það var alltaf eitthvað,“ er haft eftir Reyni sem bætir við að starfsfólk staðarins hafi yfirleitt beðið hán um að hætta. „Hán svarðaði „Já, sjálfsagt,“ og hætti en byrjaði aftur skömmu síðar,“

Létu eins og ekkert hefði í skorist

Hann segist hafa þurft að grípa tvisvar sinnum inn í vegna slæmrar hegðunnar leikarans á Prikinu. Fyrsta atvikið varðaði deilur við karlmann, sem byrjaði sem hatramt rifrildi þeirra á milli, en endaði með því að Miller tók hann hálstaki og sló hann síðar utan undir.

Reynir segist hafa stöðvað slagsmálin og eftir það hafi Miller beðist afsökunar og hinn maðurinn látið eins og um gannislag hafi verið að ræða.

„Við létum eins og ekkert hefði í skorist. Bara tveir ölvaðir vinir sem fara að slást“ segir Reynir og bætir við „Þetta er Ísland. Þetta gerist tvisvar hverja helgi,“

„Viltu slást? Er það sem þú vilt gera?“

Reynir segir að Miller hafi mátt sækja Prikið eftir umrætt atvik, en eftir það næsta var ekki hægt að leyfa háni það. Miller réðst á unga kona á skemmtistaðnum, en atvikið vakti talsverða athygli víða um heim, enda fór myndband af því í dreifingu.

Á myndbandinu, sem Fréttablaðið fjallaði um á sínum tíma, sést konan veifa höndum að Miller sem spyr „Viltu slást? Er það sem þú vilt gera?“, en í kjölfarið sést hán grípa um háls konunnar og snúa hana niður. Eftir það klárast myndbandið.

Lýsa árásinni

Variety hefur eftir nokkrum heimildarmönnum að Miller og konan grínast með að fara í slag. „Ég hélt að þetta væri bara fíflagangur og sprell, en það var það greinilega ekki,“ er haft eftir konunni.

„Allt í einu er [hán] ofan á mér að kyrkja mig, öskra á mig að spyrja hvort ég vilji slást. Vinur minn er að taka þetta upp og sér að [hán] er augljóslega ekki að djóka og er mjög alverlegt, síðan hættir vinurinn að taka upp og ýtir [háni] af mér á meðan [hán] er ennþá að reyna að slást við mig. Þá halda tveir vinir mínir aftur að Miller á meðan [hán] öskrar „Þetta er það sem þú vildir! Þetta er það sem þú vildir!“

Þá á Miller að hafa hrækt í andlit vins konunnar nokkrum sinnum, en að lokum kom Reynir og reyndi að leysa málið.

„[Miller] greip mig um hálsinn á meðan er ég að reyna að koma háni út um hurðina en hán segist ekki ætla að fara. Þá hafi hán haldið því fram að vinir konunnar hafi ýtt sér, en Reynir dregur það í efa. „Hán skyrpti í andlitið á mér nokkrum sinnum, en mér tókst að ýta háni út af staðnum og loka hurðinni,“

Þá hafi Miller bankað á hurð Priksins og heimtað að fá að komast aftur inn, en háni hafi verið komið fyrir í bíl með vinum sínum og keyrður burt. 

Konan greindi lögreglu frá málinu en kærði ekki málið.

Í umfjöllun Varietyer fjallað um önnur mál sem tengjast Miller, en hán hefur til að mynda verið tvisvar sinnum handtekinn á Hawaii á þessu ári.