Ítalski flug­véla­verk­fræðingurinn Alber­to Porto lengi flug­vélinni Risen á Reykja­víkur­flug­velli í gær, eftir flug frá Skot­landi.

Vélin er fram­leidd af sviss­neska fyrir­tækinu Swiss Excellence Airpla­nes. Um fis­vél er að ræða, en vélar í þeim flokki vega ekki meira en 450 kíló. Með honum á myndunum er flug­maðurinn Gunnar Jóns­son en vélin er hér á landi fyrir hans til­stilli.

„Ég kynntist þessum manni sím­leiðis eftir að hafa fylgst með honum og vélinni hans, verandi gamall einka­flug­maður sjálfur,“ segir Gunnar. „Hann hefur verið að fljúga í Brasilíu og Banda­ríkjunum svo ég hafði sam­band við hann og sagði honum að ef ég gæti eitt­hvað að­stoðað hann myndi ég gera allt sem ég gæti til að að­stoða hann vegna að­dáun minnar á flug­vélinni. Ég bauð honum meðal annars af­not af flug­skýlinu mínu ef það skyldi nú hvessa,“ sagði Gunnar í við­tali við Frétta­blaðið fyrir helgi.

Hér að neðan má sjá fleiri myndir af vélinni á Reykja­víkur­flug­velli í gær.

Alberto og Gunnar á flugvellinum í gær.
Fréttablaðið/Óttar
Vélin er léttari en 450 kíló.
Fréttablaðið/Óttar
Fréttablaðið/Óttar
Alberto kom á vélinni frá Skotlandi.
Fréttablaðið/Óttar