Fisk­verð á Ís­landi er komið upp að sárs­auka­mörkum og hefur rokið upp að undan­förnu. Hluti af skýringunni eru árs­tíða­bundnar að­stæður en eftir­spurnin eftir fiski hefur stór­aukist, meðal annars vegna stríðsins í Úkraínu.

„Fisk­verð hefur senni­lega aldrei verið jafn hátt og núna. Ekki í gegnum okkar kerfi,“ segir Bjarni Rúnar Heimis­son, fram­kvæmda­stjóri Reikni­stofu fisk­markaða sem stofnuð var árið 1992. Þar fara um 20 prósent alls ís­lensks bol­fisks í gegn, meira á sumrin þegar strand­veiðar eru í gangi.

Í vor fór kíló­verðið á ó­slægðum þorski undir 300 krónurnar en nú er verðið vel á sjöunda hundrað krónur. Ár­lega hækkar verðið þegar strand­veiðarnar klárast, sem var 22. júlí í ár, og er verðið al­mennt hátt á haustin. Að­stæðurnar núna eru þó ein­stakar því annað árið í röð hefur þorsk­kvótinn verið lækkaður og eftir­spurnin er­lendis er gríðar­leg vegna minna fram­boðs frá Rúss­landi vegna stríðsins.

„Það eru allir að þrýsta á að fá meiri fisk,“ segir Bjarni en telur þó að verðið sé komið upp að sárs­auka­mörkum neyt­enda. „Ég sé ekki fyrir mér að verðið hækki mikið meira. Í fyrra vorum við í háum verðum fram í októ­ber­byrjun. Þá fóru verðin að sveiflast, aðal­lega eftir veðri.“ Býst hann við að hið háa verð haldist næstu vikurnar.

Á fisk­markaðinum í Grims­by í Bret­landi hefur ís­lenskur þorskur og ýsa tvö­faldast í verði. Meðal­k­íló­verð þorsks náði allt að 7,2 pundum á mánu­dag. Það er tæp­lega 1.200 krónur. Meðal­verð síðustu ára er að­eins 3 pund eða 500 krónur á þessum árs­tíma.

Ýsan hefur hækkað á­líka mikið. Hún hefur vana­lega selst á 3,5 pund kílóið en á mánu­dag seldist ýsan á 7,8 pund, nærri 1.300 krónur. Í báðum til­vikum er um rúm­lega tvö­földun kíló­verðs að ræða.

Breskir fisk­salar hafa á­hyggjur af því að verð­hækkanir séu svo miklar að neyt­endur hætti ein­fald­lega að kaupa fisk. Sér­stak­lega þjóðar­réttinn fisk og franskar, sem Bretar séu vanir að sé ódýr matur.