Myndirnar sýna bíl með stórum brettum og ljósarönd utan um bílinn en ljós og glampandi yfirborð fela vel önnur útlitseinkenni. Bílnum er ætlað að keppa við bíla eins og Renault Zoe og Mini Electric og á Pear að sameina sportlega aksturseiginleika ásamt „sniðugum farangurslausnum“ eins og það er kallað. Bíllinn verður hannaður af Foxconn í Taiwan sem frumsýndi nýlega tvo bíla á nýjum undirvagni, sem Pear gæti einnig notað. Framleiðsla bílsins mun fara fram í Ohio og verða 250.000 eintök smíðuð árlega.