Fisker-rafbílaframleiðandinn hefur staðfest enn og aftur að Pearjepplingurinn verði undir 30.000 dollurum í verði þegar hann kemur á markað. Sagt var frá því á degi fjárfesta hjá Fisker en bíllinn verður frumsýndur við slíka viðhöfn seinna á árinu. Merkið sýndi við tilefnið tvær nýjar myndir af bílnum.

Ákveðinn svipur tvöföldu ljósarandarinnar leynir sér ekki í Fisker Pear.

Myndirnar sýna ytra útlit bílsins nokkuð vel og þá einnig form ljósanna. Að framan er tvöföld ljósarönd með hugbúnaði fyrir díóðuljósin en að aftan ljósarönd sem nær í kringum afturgluggann. Að sögn Fisker verður bíllinn með nýrri hönnun stjórnbúnaðar sem notar færri tölvur en rafbílar nútímans. Einnig var sagt að drægi bílsins myndi fara yfir 500 kílómetra. Engin dagsetning er komin á frumsýningu bílsins en búast má við að merkið frumsýni einnig Ronin-sportbílinn og Alaska-pallbílinn við sama tækifæri.