Fisker tæknifyrirtækið sem framleiðir meðal annars Fisker Karma sportbílinn hefur tilkynnt að þeir muni kynna nýjan rafjeppling á janúar á næsta ári. Bíllinn verður kynningarbíll fyrir væntanlega framleiðsluúgáfu og verður nafn hans kunngjört síðar í vikunni, en þetta kom fram í tvíti frá Henrik Fisker, aðaleiganda Fisker. Myndin með fréttinni sýnir sportlegar línur með framenda sem minnir mikið á Emotion tilraunabílinn þeirra. Grunnverð bílsins verður undir 40.000 dollurum í Bandaríkjunum og 80 kílówattstunda rafhlaðan verður með um 500 km drægni. Bíllinn verður fjórhjóladrifinn með einn mótor á hverju hjóli.