Útflutningsverðmæti eldisfisks jókst um 17 prósent í fyrra og nam um 28 milljörðum króna. Árið 2019 jókst verðmætið um 92 prósent.

Til samanburðar hækkaði útflutningsverðmæti sjávarafurða um 1 prósent og lækkað um 9 prósent sé tekið tillit til veikingar krónunnar.

Fyrr í mánuðinum var fjallað um íslenskan eldisfisk á TF1, stærstu sjónvarpsstöð Frakklands. Talið er að 8 milljónir hafi séð þáttinn.