Á 12 mánaða tímabili, frá júní 2020 til maí 2021, hefur heildarfiskafli hins vegar aukist um 12% miðað við sama tímabil á undan.

Aflinn á þessu tímabili fór frá 969 þúsund tonnum í 1.088 þúsund tonn. Þetta kemur fram í bráðabirgðatölum frá Hagstofu Íslands sem voru birtar í gær.

Aðeins meira var veitt af botnfiski í maí 2021 en árið áður en 27% minna var veitt af uppsjávarfiski. Sú lækkun skýrist aðallega af kolmunna en afli af þeirri tegund var 26% minni. Þá var aukning veiða á ýsu 32% í maí á þessu ári og 78% á ufsa.

Hafrannsóknastofnun kynnti í gær ráðgjöf fyrir fiskveiðar á næsta ári þar sem lagður er til 13% samdráttur í þorski. Það er jafnt og 17 til 18 milljarða króna samdráttur í aflaverðmæti. Ráðgjöfin nú skýrist að hluta af því að stærð stofnsins er talin hafa verið ofmetin á undanförnum árum.

Þá er lögð til 11% aukning ýsuafla, 17% minni gullkarfaafli, 13% aukning í grálúðu og rúm tvöföldun fyrir íslensku sumargotssíldina.