Finnska verður í tali og tónum kl 20 í kvöld í Bókasafni Mosfellsbæjar og er hluti af menningarvori í Mosfellsbæ.

Fimm í TANGÓ spilar íslenskan og finnskan tangó sem er nýjung á Íslandi. Tónlistarhópurinn er fyrstur sinnar tegunda og hefur hópurinn vakið mikla athygli og áhuga þeirra sem á hafa hlýtt. Hópurinn mun spila finnskan tangó og einnig íslenska útgáfu hins finnska tangós.

Hljómsveitina skipa Ágúst Ólafsson söngvari, Ástríður Alda Sigurðardóttir á píanó, Flemming á harmóníku, Íris Dögg fiðluleikari og Kristín sellóleikari.

Rithöfundurinn Satu Rämö kemur einnig fram og segir frá Finnlandi og finnskri menningu.

Dagskráin fer fram í Bókasafni Mosfellsbæjar og er aðgangur ókeypis.