Ríkis­stjórnin í Finn­landi er fallin eftir að henni mis­tókst að keyra í gegn um­fangs­mikla um­bóta­á­ætlun í fé­lags- og heil­brigðis­málum sem gengið hefur undir nafninu SOTE. 

Juha Sipilä, for­sætis­ráð­herra landsins og for­maður Mið­flokksins, lætur af em­bætti og hefur hann afhent Sauli Niini­stö, for­seta landsins, afsagnarbréf sitt. Reynst hefur erfitt að sann­færa meiri­hluta þingsins um á­gæti SOTE undan­farna mánuði. 

Ríkisfjölmiðillinn YLE hefur eftir Pekka Haavi­sto, for­manni Græningja sem eru í stjórnar­and­stöðu, að eðli­legt sé að stjórnin segi af sér. Henni hafi mis­tekist að ná í gegn sínu stærsta máli. 

Þingkosningar fara fram hinn 14. apríl næstkomandi. Ríkisstjórn Sipilä tók við stjórn í landinu árið 2015.

Ríkis­stjórnin hefur boðað fund í Kesäranta, ráð­herra­bú­staði for­sætis­ráð­herrans, klukkan 10.45. Það er klukkan 08.45 að ís­lenskum tíma.