Ef Rúss­land ræðst á Finn­land þá mun herinn vera til­búinn. Þetta sagði Finnski hers­höfðinginn Timo Ki­vinen. The Guar­dian greinir frá.

Ki­vinen sagði að Finn­land væri undir­búið fyrir Rúss­neska árás og að þeir myndu mæta harðri mót­spyrnu ef til slíkrar á­rásar kæmi. Hann segir Finna til­búna að berjast fyrir landið sitt og að herinn búi yfir öflugu vopnabúri.

„Mikil­vægasta vörnin það sem er á milli eyrna okkar, líkt og stríðið í Úkraínu hefur sýnt okkur,“ sagði hann.

Finn­land hefur verið undir­búið fyrir árás frá ná­granna sínum í austri í mörg ár, en ekki hefur komið til á­taka milli ríkjanna síðan á tímum seinni heims­styrj­aldar.

„Við höfum undir­búið herinn okkar fyrir stríðs­á­tök eins og við erum að sjá í Úkraínu þessa stundina,“ sagði Ki­vinen og heldur því fram að stríðs­á­tök við Finna myndu reynast Rússum erfið.