Ef Rússland ræðst á Finnland þá mun herinn vera tilbúinn. Þetta sagði Finnski hershöfðinginn Timo Kivinen. The Guardian greinir frá.
Kivinen sagði að Finnland væri undirbúið fyrir Rússneska árás og að þeir myndu mæta harðri mótspyrnu ef til slíkrar árásar kæmi. Hann segir Finna tilbúna að berjast fyrir landið sitt og að herinn búi yfir öflugu vopnabúri.
„Mikilvægasta vörnin það sem er á milli eyrna okkar, líkt og stríðið í Úkraínu hefur sýnt okkur,“ sagði hann.
Finnland hefur verið undirbúið fyrir árás frá nágranna sínum í austri í mörg ár, en ekki hefur komið til átaka milli ríkjanna síðan á tímum seinni heimsstyrjaldar.
„Við höfum undirbúið herinn okkar fyrir stríðsátök eins og við erum að sjá í Úkraínu þessa stundina,“ sagði Kivinen og heldur því fram að stríðsátök við Finna myndu reynast Rússum erfið.