Víða í Finnlandi hafa yfirvöld gefið út að hætta eigi að skipa fólki í einangrun sem greinast með kórónuveiruna. Þar á meðal er höfuðborgin, Helsinki og næst stærsta borg landsins, Espoo.

Yfirvöld mælast þó til að þeir sem greinast, haldi sig fjarri fólki og tilkynni þeim sem þeir hafa verið í nánum samskiptum við um smitið. Þetta kemur fram í umfjöllun finnska ríkisútvarpsins.

Þá segir að ástæða breytinganna sé mikill fjöldi smita af Omíkron afbrigðinu sem hefur gert yfirvöldum erfitt fyrir hvað varðar greiningu og hömlun á útbreiðslu veirunnar.