Finnsk stjórn­völd ætla að hefja innan skamms bólu­setningar ung­menna á aldrinum tólf til fimm­tán ára gegn Co­vid-19. Frá þessu greindi for­sætis­ráð­herrann Sanna Marin í við­tali við Yle Uusiet og verður málið rætt nánar á ríkis­stjórnar­fundi í dag.

Marin segir að Finnum hafi borist tvö hundruð þúsund auka skammtar af bólu­efnum sem verða notaðir til að bólu­setja aldurs­hópinn. Það muni ekki hafa á­hrif á bólu­setningar annarra aldurs­hópa.

Líkt og víðast hvar annars staðar er far­aldurinn í miklum vexti. Í gær greindust 872 Co­vid-smit í landinu sem er met frá því að far­aldurinn hófst. Þessi mikla aukning smita undan­farið hefur aukið mjög þrýsting á stjórn­völd að grípa í taumana.

Frá því far­aldurinn hófst hafa tæp­lega 110 þúsund smit greinst í Finn­landi. Þá hafa tæp­lega þúsund látist. Búið er að gefa 5,72 milljónir skammta af bólu­efni og eru tvær milljónir Finna full­bólu­settir eða 36,4 prósent íbúa. Rúm­lega 5,5 milljónir búa í Finn­landi.

For­sætis­ráð­herra segir stöðuna tví­þætta. „Bólu­setningar ganga vel og við höfum fengið fleiri skammta bólu­efnis. Á sama tíma fjölgar smitum og Delta-af­brigðið dreifir sér hratt. Mark­miðið er að þurfa ekki að loka sam­fé­laginu á sama hátt og gert var í vor.“

Auk þess ræddi Marin svo­kölluð Co­vid-vega­bréf, hvort eða hve­nær slíkt yrði tekið í notkun. Hún segir þau ekki komast í gagnið fyrr en í septem­ber hið fyrsta og tryggja þurfi að skimanir gegn Co­vid-19 verði ó­keypis.

„Ef þú hefur ekki fengið fulla bólu­setningu eða náð þér af veirunni, þarftu að fara í próf til að geta nýtt þér opin­ber þjónustu,“ segir Marin en Co­vid-vega­bréfin verða einnig rædd á fundi ríkis­stjórnarinnar.