Um fimmtíu manns eru um borð í farþegaflugvél sem kviknaði í á Mehrabad-airport í Tehran í Íran. RT greinir frá þessu.

Talið er að kviknað hafi í flugvélinni í lendingu en enn sem komið er hafa ekki borist fregnir um að einhver hafi slasast. Mikill viðbúnaður er á vettvangi.

Helmingur farþeganna komst frá borði en hinir eru enn inni í vélinni, þegar þetta er skrifað.

Uppfært klukkan 19:49. RT greinir frá því að allir hafi komist frá vélinni, heilu á höldnu. Vélinni var flogið í hringi yfir flugbrautinni vegna bilunar í lendingarbúnaði. Að endingu þurfti að lenda vélinni án þess að öll hjól væru niðri. Við það kviknaði eldurinn. Vélin er af gerðinni Fokker 100.