Lundúna­lög­regla hefur gefið út rúm­lega fimm­tíu nýjar sektir vegna sótt­varna­brota í Downing-stræti og öðrum húsum ríkis­stjórnarinnar. Þá eru sektirnar orðnar rúm­lega hundrað í heildina sem meðal annars hafa verið gefnar út á hendur Boris John­son for­sætis­ráð­herra og Rishi Sunak em­bættis­manni.

Sem stendur er ekki vitað að hverjum nýju sektirnar beinast. Lög­reglan hefur til rann­sóknar tólf sam­komur sem áttu sér stað þegar strangar sótt­varnar­reglur voru í gildi. John­son sótti minnst þrjár þeirra.

Rann­sóknin er enn í gangi og búist er við því að enn fleiri sektir muni fylgja en ó­víst er hve­nær. Sue Gray em­bættis­maður rann­sakar málið einnig, sem og for­réttinda­nefnd breska þingsins.

Þing­menn stjórnar­and­stöðunnar hafa kallað eftir því að John­son og Sunak segi upp störfum í kjöl­far að upp komst um víð­tæk sótt­varnar­brot þeirra.