Lög­reglan á höfuð­borgar­svæðinu stóð fyrir að­gerðar­dögum í vikunni, en að þeim loknum höfðu um fimm­tíu manns fengið stöðu sak­bornings vegna ýmissa mála. Um er að ræða meint brot sem snúa meðal annars að vörslu og með­ferð á­vana- og fíkni­efna, peninga­þvætti, skjala­falsi, vopna­lögum, hylmingu, þjófnaði og lögum um út­lendinga. Þetta kemur fram í til­kynningu frá lög­reglunni á höfuð­borgar­svæðinu.

Auk þess stöðvaði lög­regla kanna­bis­ræktanir í um­dæminu og hald­lagði nokkra tugi kílóa af kanna­bis auk fjölda kanna­bis­plantna.

Þá kemur fram að lög­reglu­að­gerðirnar voru haldnar að til­stuðlan Europol, en á sama tíma var ráðist í sams­konar að­gerðir í öðrum löndum í Evrópu. Ís­lenska lög­reglan hafi áður tekið þátt í slíkum að­gerðar­dögum, sem séu vel þekktir hjá Europol.