Yfir fimmtán þúsund manns hafa látist vegna Covid-19 í Svíþjóð. Þar hafa tæplega 1,2 milljónir smita sjúkdómsins verið skráð og er það mesti fjöldi smita á Norðurlöndunum.

Í Danmörku hafa verið skráð rúmlega 391 þúsund Covid-19 smit og um 2.700 manns hafa látið lífið vegna sjúkdómsins.

Í Noregi eru skráð tilfelli um 208 þúsund talsins og rétt rúmlega 900 manns hafa látist þar vegna Covid.

Hér á landi hafa verið skráð 13.829 smit og í gær voru þrettán manns inniliggjandi á sjúkrahúsi vegna Covid, þar af tveir á gjörgæslu.

Af þeim sem greinst hafa með Covid-19 á Íslandi eru 34 látin.