Fréttir

Fimm­tán sóttu um bæjar­stjórann í Sand­gerði og Garði

Fimmtán sóttu um starf bæjarstjóra í sameinuðu sveitarfélagi Sandgerðisbæjar og sveitarfélagsins Garðs. Umsóknir voru nítján talsins en fjórir drógu umsókn sína til baka.

Frá Sandgerði. Fréttablaðsins/Stefán

Fimmtán sóttu um starf bæjarstjóra í sameinuðu sveitarfélagi Sandgerðisbæjar og sveitarfélagsins Garðs. Umsóknir voru nítján talsins en fjórir drógu umsókn sína til baka. Bæjarstjórnin vinnur nú úr umsóknum í samstarfi við ráðgjafafyrirtækið Hagvang. Umsóknalistann má finna neðar í fréttinni.

Ákveðið var í nóvember síðastliðnum að sveitarfélögin tvö yrðu sameinuð. Í framhaldinu var haldin íbúakosning um nýtt nafn á sameinuðu sveitarfélagi og stóð valið á milli Suðurbyggðar og Heiðarbyggðar. Það síðarnefnda varð fyrir valinu. Þátttaka var hins vegar afar dræm en niðurstaða kosningarinnar verður ráðgefandi fyrir nýja sveitarstjórn sveitarfélagsins.

 • Anna Gréta Ólafsdóttir, sérfræðingur
 • Ármann Johannesson, ráðgjafi
 • Baldur Þ. Guðmundsson, sjálfstætt starfandi
 • Bjarni Jónsson, framkvæmdastjóri
 • Björn Ingi Knútsson, ráðgjafi
 • Eysteinn Jónsson, sérfræðingur
 • Gunnólfur Lárusson, rekstrar- og verkefnastjóri
 • Hjördís Dröfn Vilhjálmsdóttir, sjálfstætt starfandi
 • Kikka Kristlaug María Sigurðardóttir, kosningastjóri
 • Magnús Stefánsson, bæjarstjóri
 • Ólafur Örn Ólafsson, áhafnastjóri
 • Özur Lárusson, framkvæmdastjóri
 • Rakel G. Brandt, M.Sc
 • Stefanía G. Kristinsdóttir, framkvæmdastjóri
 • Þorsteinn Gunnarsson, sveitarstjóri

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

Heiðar­byggð fyrir valinu en flestir skiluðu auðu

Innlent

Fella niður hátt í 70 óm­skoðanir á fyrstu viku

Innlent

Aldrei fleiri teknir fyrir akstur undir áhrifum fíkniefna

Auglýsing

Nýjast

Innlent

Sema skammar „með­­­virkar gungur“ í Piu-málinu

Erlent

Átta særðir eftir hnífa­á­rás í Þýska­landi

Innlent

Rann­saka mengun í Hafnar­fjarðar­læk

Innlent

Mót­mæla hækkunum hjá Vatna­jökli og á Þing­völlum

Erlent

Stálu gögnum frá 1,5 milljón manns

Innlent

Krefst þess að Stein­grímur leið­rétti um­mæli sín

Auglýsing