Yfir­völd í Austur­ríki, Sviss og Ísrael hafa stað­fest til­felli apa­bólu. Það eykur fjölda landa með stað­fest til­felli frá tólf upp í fimm­tán. BBC greinir frá þessu.

Til­fellin sem greindust í Ísrael og Sviss eru frá ein­stak­lingum sem höfðu verið að ferðast er­lendis. Ísraelsk stjórn­völd hafa til skoðunar ein­stak­linga sem sýna ein­kenni apa­bólu.

Greint var frá því í gær að farand­verka­maður sem hafði ferðast til Noregs hefði greinst með apa­bólu og því væri smitrakning hafin í Ósló.

Apa­bóla dreifist ekki auð­veld­lega á milli fólks og því hafa læknar verði furðu lostnir yfir fjölda til­fella í mis­munandi heims­álfum á sama tíma. Veiran smitast að­eins frá manni til manns með náinni líkam­legri snertingu, eins og með kyn­lífi.

Rúm­lega átta­tíu til­felli hafa verið stað­fest í Evrópu, Banda­ríkjunum, Kanada og Ástralíu en sjúk­dómurinn er venju­lega stað­bundinn við Mið- og Vestur-Afríku.

Al­þjóða­heil­brigðis­mála­stofnunin hefur til­kynnt að verið sé að rann­saka fjölda annarra grunaðra til­fella en hefur ekki gefið út í hvaða löndum þau til­felli séu. Stofnunin hefur varað við því að lík­legt sé að fleiri til­felli verði stað­fest.