Myndstef, höfundaréttarsamtök sjónlistamanna á Íslandi, veittu í vikunni styrki til starfandi myndhöfunda sem námu samtals 15 milljónum króna. Styrkveitingarnar fara fram árlega og er þetta í nítjánda skipti sem þær fara fram, en í ár hækkuðu árlegir styrkir úr 10 milljónum í 15 milljónir. Var sú ákvörðun tekin til að styðja enn frekar við menningargeirann sem hefur haft um sárt að binda í faraldrinum.

Í úthlutunarnefnd Myndstefs í ár sátu Anna Hallin, fyrir hönd Myndhöggvarafélagsins, Helga Ósk Einarsdóttir, fyrir hönd Miðstöðvar hönnunar og arkitektúr og Ragnar Visage, fyrir hönd Ljósmyndarafélagsins.

Alls bárust 124 umsóknir um verkefnastyrk og 30 umsóknir um ferða-og menntunarstyrk. Styrkþegarnir voru alls 66 talsins og má sjá heildarlista þeirra hér.