Fimm­tán ein­staklingar eru með réttar­stöðu sak­bornings í rann­sókn lög­reglunnar á höfuð­borgar­svæðinu á um­fangs­miklum fjár­svikum, peninga­þvætti og skjala­falsi.

RÚV greindi fyrst frá þessu í morgun. Sigurður Ingi Þórðar­son, einnig þekktur sem Siggi hakkari, hefur sætt sí­brota­gæslu vegna málsins undan­farinn mánuð en í frétt RÚV kom fram að Sigurður væri grunaður höfuð­paur. Fjór­tán aðrir hafa réttar­stöðu sak­bornings.

Stundin greindi frá því þann 6. októ­ber síðast­liðinn að Sigurður væri kominn í sí­brota­gæslu eftir að hafa verið hand­tekinn 23. septem­ber, skömmu eftir að hann kom frá Spáni.

Snýr málið að um­fangs­miklum svikum sem fyrr segir, en fólkið er grunað um að hafa stofnað til reiknings­við­skipta við fjöl­mörg fyrir­tæki og svikið þau.