Lög­reglan á höfuð­borgar­svæðinu var kölluð út til verslunar í Háa­leitis- og Bú­staðar­hverfinu skömmu fyrir klukkan 17 í dag þar sem fimm­tán manns voru grunaðir um hnupl eða þjófnað. Að sögn lög­reglu er málið nú í vinnslu en engar aðrar upp­lýsingar liggja fyrir.

Þá var annar maður hand­tekinn í hverfinu klukku­tíma fyrr vegna gruns um þjófnað í verslun. Maðurinn var í kjöl­farið vistaður í fanga­geymslu lög­reglu og er málið nú í rann­sókn.

Handtekinn vegna ógnandi hegðunar

Lög­reglu barst einnig til­kynning um mann í annar­legu á­standi í mið­bænum en hann var hand­tekinn vegna ógnandi hegðunar og brot á blygðunar­semi. Maðurinn er nú vistaður í fanga­geymslu lög­reglu vegna rann­sókn málsins.

Til­kynnt var um bíl­veltu við Elliða­vatns­veg í Garða­bæ rétt fyrir klukkan 13 í dag en öku­maður bílsins hafði þá misst stjórn á bílnum vegna hálku. Bíllinn valt einu sinni en endaði á hjólunum og var öku­maðurinn fluttur á slysa­deild.