Alls eru 220 manns í eftirliti á COVID-göngudeild, þar af 15 börn. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landspítalanum. Einn sjúklingur liggur nú með COVID-19 á smitsjúkdómadeild spítalans.

Farsóttanefnd ásamt framkvæmdastjórn og forstöðumönnum ákvað á fundi sínum í hádeginu í dag að halda áfram að auka sóttvarnarráðstafanir á Landspítala í því skyni að draga úr líkum á að smit berist inn í starfsemina.

Allt starfsfólk spítalans og allir 12 og eldri sem eiga erindi á spítalann að vera með grímu. Þá þarf bólusett starfsfólk sem kemur frá útlöndum að fara í tvöfalda skimun 5 daga vinnusóttkví á milli.

Frá og með deginum í dag má aðeins einn gestur koma til sjúklings á hverjum degi. Ef nauðsyn krefur má fylgdarmaður koma með til aðstoðar. Undanþágur vegna sérstakra tilvika eru í höndum stjórnenda viðkomandi deilda. Þá ættu börn undir 12 ára aldri ekki að koma í heimsókn nema í samráði við stjórnendur viðkomandi deildar.