Fimm­tán ára gamall ung­lings­piltur hefur verið hand­tekinn og er grunaður um að hafa orðið jafn­aldra sínum að bana í bænum Sloth í Berk­skíri í Bret­landi í gær, að því er fram kemur á vef BBC.

Segir í til­kynningu lög­reglunnar að drengurinn hafi stungið hinn drenginn í „á­flögum“ tveggja hópa ung­lings­pilta í al­mennings­garðinum Salt Hill Park. Drengurinn er grunaður um morð og sætir því varð­haldi lög­reglunnar.

Málið hefur vakið mikla at­hygli og hafa í­búar lýst yfir miklum á­hyggjum vegna málsins. Sams­konar árás átti sér stað í sama garði árið 2017 en þá lést karl­maður eftir stungu­á­rás.

Tals­maður lög­reglunnar, Andy Shearwood, hefur tekið fram í sam­tali við fjöl­miðla að drengirnir hafi þekkst. Ekki hafi verið um að ræða til­viljana­kennda árás. Biðlar lög­reglan til vitna um að gefa sig fram.