Lög­reglan á höfuð­borgar­svæðinu sinnti að vanda mörgum fjöl­breyttum og flóknum verk­efnum í gær og í nótt. Í til­kynningum frá þeim kemur fram að í nótt hafi fimm öku­menn verið stöðvaðir víða um borgina grunaðir um akstur undir á­hrifum annað hvort á­fengis eða fíkni­efna, eða bæði.

Í gær­kvöldi var til­kynnt um líkams­á­rás um klukkan 19 í heima­húsi í Mos­fells­bæ. Tals­verðir á­verkar voru á and­liti þess sem ráðist var á. Á­rása­r­aðilinn var hand­tekinn og vistaður í fanga­klefa.

Um klukkan hálf átta var til­kynnt um eld við Kjar­vals­staði. Við nánari skoðun kom í ljós að hann reyndist vera í úti­hitara sem skemmdist í eldinum. Klukku­tíma síðar var til­kynnt um inn­brot og þjófnað úr geymslu í Breið­holti. Tveir voru hand­teknir sem voru látnir gista í fanga­geymslu.

Rétt fyrir mið­nætti hafði lög­regla af­skipti af ofur­ölvi manni sem var sofandi á bekk í mið­bænum. Ekki náðist að koma honum heim sökum á­stands og var hann því vistaður í fanga­geymslu þar til á­stand hans lagast. Rétt eftir klukkan tvö voru höfð af­skipti af manni vegna vörslu fíkni­efna og brota á vopna­lögum.

Fimmtán ára réðst á dyravörð

Þá voru höfð af­skipti af fimm­tán ára stúlku sem var í annar­legu á­standi við veitinga­hús í mið­borg Reykja­víkur. Stúlkan hafði ráðist á dyra­vörð. Fram kemur í til­kynningu lög­reglu að málið hafi verið af­greitt með að­komu barna­verndar og for­ráða­manna stúlkunnar.

Um klukkan hálf­þrjú var til­kynnt um líkams­á­rás í Garða­bæ. Maður hafði vísað mönnum úr teiti heima hjá honum vegna þess að þeir voru að nota fíkni­efni. Mennirnir voru ekki sáttir við hús­ráðanda og réðust að honum, veittu honum meðal annars á­verka í and­liti.

Um klukkan þrjú í nótt var kona í annar­legu á­standi hand­tekin og vistum í fanga­geymslu vegna á­stands hennar. Klukkan fjögur til­kynnti leigu­bíl­stjóri um fjár­svik og hótanir.